Íslensk fyllibytta ? og örlög Ísraels og Palestínu

Var að ljúka við að lesa " Thorsararnir; Auður.Völd.Örlög. " eftir Guðmund Magnússon.

Þessi bók er afar athyglisverð; ekki síst núna í ljósi atburða síðustu vikna. Það sem mér fannst hinsvegar einna athyglisverðast var þáttur Thor Thors í mannkynssögunni.

Nokkrar tilvitnanir úr bókinni:

" Thor Thors varð árið 1947,samhliða sendiherrastarfinu í Washington,fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum ( bls 310 ).  Á bls 316 segir síðan: " Thor Thors var vínhneigður og átti það til að sitja að drykkju nokkra daga í senn. Þetta kom niður á störfum hans í sendiráðinu og hjá Sameinuðu þjóðunum "

" Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn voru á þessum tíma ekki allir vel að sér um þau efni sem hæst bar í samskiptum ríkja. Tungumálakunnátta þeirra var einnig takmörkuð. Alþingi og ríkisstjórn reiddu sig mjög á þekkingu, sambönd og ráðleggingar Thors. Þetta leiddi til þess að hann varð æ sjálfstæðari í málflutningi og tillögugerð og hirti jafnvel ekki um að bera stefnuyfirlýsingar sem hann gaf í nafni Íslands á allherjarþinginu undir ríkisstjórnina. Dæmi er um að hann hafi skellt skollaeyrum við fyrirmælum frá Alþingi þar sem hann taldi þau óheppileg " ( bls 312 ).

" Málefni Palestínu voru eitt helsta úrlausnarefni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Thor Thors var kjörin í nefnd þá sem gera átti tillögu í málinu og var hann valinn framsögumaður hennar. Helsti áheyrnarfultrúi gyðinga á þinginu, Abba Eban, síðar utanríkisráðherra Ísraels, segir frá því í ævisögu sinni að ræða Thors og rökstuðningur fyrir málinu hafi ráðið úrslitum um það að þingið samþykkti hinn 29.nóvember þetta ár að skipta Pelestínu í tvö ríki......sú ákvörðun lagði grunninn að stofnun Ísraelsríkis. Abba Eban segist hafa heimsótt Thor á hótelherbergi hans áður en fundurinn var haldinn til að árétta við hann hve ræðan væri mikilvæg fyrir örlög gyðinga. " Sérhver mistök í ræðu yðar gætu orðið til að útskúfa gyðingum,kannski um alla framtíð og binda endi á hjartfólgnustu vonir þeirra og drauma " segist hann hafa sagt. Eban segir að Thor hafi orðið undrandi og snortinn af málflutningi sínum. Hann hafi sagt aftur og aftur: Hvernig í ósköpunum gat það gerst að litla eyjan okkar ætti eftir að hafa slík úrslitaáhrif á sögu svo mikillar þjóðar ? ""

 

Ég sé fyrir mér fyrsta sendiherra Íslands í Washington. Einráðan; sem tók sínar ákvarðanir án þess að ræða málin við ríkisstjórnina. Þegar kom að einni afdrifaríkustu ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á tuttugustu öld þ.s. kosið er um hvort skipta eigi Palestínu í tvö ríki; leikur hann aðalhlutverkið. Abba Eban, síðar utanríkisráðherra Ísraels heimsækir Thor á hótelið. Leyniþjónustumenn gyðinga hafa verið búnir að upplýsa Abba Eban um veikleika Thors. Því bíður hann honum flottasta vín hússins og heldur yfir honum hjartnæma ræðu um raunir gyðinga í gegnum aldirnar. Thor kokgleypir, enda orðin vel reifaður af víninu fína. Flytur síðan skýrslu sína fyrir allsherjarþinginu þ.s. hann eindregið mælir með að Palestínu verði skipt í tvö ríki. Framhaldið þekkja flestir en eflaust hefði Thor hugsað sig um ef hann hefði haft einhvern grun um hve afdrifarík ákvörðunin var. Einnig má velta fyrir sér hvað hefði orðið ef Palestína hefði sent fulltrúa sinn á hans fund en ekki gyðingar. 


Force major

Í tryggingaskilmálum er yfirleitt alltaf " smátt " letur þ.s. tryggingafyrirtæki firrir sig ábyrgð ef upp koma sérstakar óviðráðanlegar aðstæður  svo sem styrjöld, óeirðir, uppþot, verkfall, verkbann eða opinber höft. 

Nú lýsti Greenspan fyrrum bankastjóri Bandaríkjanna í dag, ástandinu á fjármálamarkaði sem " Tsunami ". Tsunami eða risa-flóðbylgja eru náttúruhamfarir en stutt er síðan fleiri hundruð þúsund manns fórust í des 2004.

Viðskiptaþvinganir Breta falla undir opinber höft.

Ofangreindir tryggingaskilmálar eru alþjóðlegir og því á að vera eðlilegt mál að við beitum þessum rökum í viðræðum við Breta; til viðbótar öðrum rökum sem áður hafa komið fram.

Við eigum vissulega að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar en nú hefur einn mesti fjármálaspekúlant nútímans lýst ástandinu sem náttúruhamförum og gefið okkur þannig ókeypis og óvænt rök fyrir því að hafna ábyrgð á skuldum bankanna.

Bretar hafa síðan bætt annarri ástæðu við sem eru opinber höft.

 


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítahringur

Við eigum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar sem útaf fyrir sig er auðvitað rétt. Á sama tíma beita Bretar okkur einskonar viðskiptabanni. Það er ekki hægt að kalla það öðrum nöfnum. Engar greiðslur berast til útflutningsfyrirtækja okkar í gegnum Breska banka. Jafnvel bankar eins og Den Danske bank halda að sér höndum. Við Íslendingar erum úrræðagóðir og nú eru margir útflytjendur búnir eða eru að undirbúa stofnun bankareikninga í öðrum löndum til þess að geta tekið á móti greiðslum fyrir sína vöru. Ef þau gerðu það ekki,væri sjálfgefið að þau legðust útaf. Þau munu síðan millifæra af þessum reikningum fyrir kostnaði sem til fellur á Íslandi og greiða sín erlendu lán af erlendu bankareikningunum. Þetta leiðir svo til þess að minna streymir inn af erlendum gjaldeyri. Blessuð krónan okkar mun eiga enn meira undir högg að sækja og hættan er sú að hún veikist mun meira. Ef krónan veikist enn meira gætu aðstæður orðið illviðráðanlegar. Nógu slæmt er að glíma við eftirköst af falli bankanna þó við séum ekki einnig beitt viðskiptaþvingunum sem gera okkur enn erfiðara að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Við þessar aðstæður sem nú ríkja birta greiningadeildir bankanna spár sínar ! Að hluta til sömu menn og hafa birt sínar greiningar undanfarin ár. Þeir sem hafa endurheimt húmorinn eftir hamfarir síðustu vikna geta lesið greiningar bankanna undanfarin misseri. Ég veit að í stjórnkerfi okkar er fullt af mjög hæfu fólki sem vinnur dag og nótt við að koma hlutunum í réttan farveg. Ekki má gleyma skilanefndunum sem halda utanum gífurlega hagsmuni okkar. Að gera sem mest verðmæti úr eignum bankanna og koma þannig í veg fyrir að þessar alþjóðlegu skuldbindingar okkar verði ekki þjóðinni ofvaxnar.

 


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppusigur !

Góður sigur á Makedónum og vonandi fyrsti sigur okkar á kreppunni.

Gunnleifur að mínu mati bezti leikmaður Íslands. Hefur með innkomu sinni skapað öryggi í vörninni.


mbl.is Veigar tryggði 1:0 sigur á Makedónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varhugavert að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum !

Ég tel að við setjum okkur í verulega hættu með því að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum. Hvað gerist ef lánið fer í vanskil og ekki er hægt að fá lán hjá " vinaþjóðum " eins og nú er raunin ? Mun Rússland sætta sig við það að Íslenska Ríkisstjórnin setji á neyðarlög eins og nú er gert; til þess að verja Íslenska þegna ? Alveg örugglega ekki ! Það mun vera mikið meira en næg ástæða til þess að Rússar " grípi til nauðsynlegra aðgerða " til að verja Rússneska hagsmuni. Svör NATO munu ekki vera önnur en þau að það sé rétt hjá Rússum að auðvitað eigi þeir rétt á að verja sína hagsmuni !
Við eigum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ráðamenn þjóðarinnar veðsetji okkur í Rússlandi.
Ég er tilbúinn að taka upp haka og skóflu til að taka þátt í að vinna okkur úr vandanum en ég elska land mitt allt of mikið til þess að samþykkja fyrirhugað lán frá Rússlandi !
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varhugavert að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum !


Ég tel að við setjum okkur í verulega hættu með því að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum. Hvað gerist ef lánið fer í vanskil og ekki er hægt að fá lán hjá " vinaþjóðum " eins og nú er raunin ? Mun Rússland sætta sig við það að Íslenska Ríkisstjórnin setji á neyðarlög eins og nú er gert; til þess að verja Íslenska þegna ? Alveg örugglega ekki ! Það mun vera mikið meira en næg ástæða til þess að Rússar " grípi til nauðsynlegra aðgerða " til að verja Rússneska hagsmuni. Svör NATO munu ekki vera önnur en þau að það sé rétt hjá Rússum að auðvitað eigi þeir rétt á að verja sína hagsmuni !
Við eigum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ráðamenn þjóðarinnar veðsetji okkur í Rússlandi.
Ég er tilbúinn að taka upp haka og skóflu til að taka þátt í að vinna okkur úr vandanum en ég elska land mitt allt of mikið til þess að samþykkja fyrirhugað lán frá Rússlandi !

Hræðsla um eigin hag ?

Ég tel að Olíufélögin séu ekki að lækka verð á eldsneyti af góðmennsku einni saman. Þarna býr að baki hræðsla um að stjórnvöld gætu sett neyðarlög yfir olíufélögin einnig. Græðgi þeirra hefur verið takmarkalaus og álagning þeirra gæti komið í veg fyrir að tök náist á verðbólgunni. Því telja þau vissara að spila með; allavega svona til að byrja með.

 

 

 


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheftur innflutningur frá EU ?

Gaman væri að vita hvar þeir eru; sem hafa viljað að tollar á innflutt matvæli frá EU til Íslands væru afnumdir. Það hefur allavega ekki heyrst mikið í þeim undanfarna daga.

Bónus með Jóhannes í broddi fylkinga hefur í gegnum árin barist hart fyrir því að tollar verði stórlækkaðir eða afnumdir á innfluttar landbúnaðarafurðir.

Allt auðvitað gert með neytendur í huga !

Ef þetta hefði náð fram að ganga væri sjálfsagt búið að ganga að bændastéttinni dauðri.

Við hefðum þurft að fara í fjölskyldugarðinn í Laugardal til að finna Íslenska kú og sauðkind.

Grænmetisbændur hefðu vafalaust þurrkast út. Þeir einir eftir sem hafa þetta sem tómstundargaman.

Það er kaldhæðni örlagana að glannaskapur Glitnis skuli hafa komið þeirri atburðarás af stað sem hefur leitt til enn meiri skorts á erlendum gjaldeyri. Nægur var hann fyrir.

Stærstu hluthafar Glitnis eru jú Bónus fjölskyldan.

Nú kemur framkvæmdastjóri Bónus fram fyrir alþjóð og segist ekki hafa nægan aðgang að erlendum gjaldeyri vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Hvað vill maðurinn ? Að við veðsetjum okkur enn frekar ?

Ég held að það bezta sem Bónus gæti gert við þær aðstæður sem við búum við þessi misserin; væri að nota einmitt krónurnar og styðja Íslenska framleiðslu. Snúa við blaðinu eftir margra ára fjandskap við Íslenskan Landbúnað og eyða öllum krónunum sem þeir eiga nóg af og kaupa bara Íslenskt sé það yfirleitt framleitt hér.

Það væri skref í rétta átt til að koma okkur úr þeim vandræðum sem við erum í.

 

 


mbl.is Ótti gripur um sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

G blettinn minn fann ég í Júlí 2001

 

Ég öklabrotnaði illa þegar ég var að ganga inn á Valsvöllinn í júlí 2001 þ.s. mínir menn; Blikar voru að fara að spila við Val. Ég var skorinn upp og negldur saman. Var settur í gifs upp að hné. Eftir hálfan mánuð fór ég til að láta skipta um gifs og fá göngugifsi. Á sama tíma var Jörundur alsherjargoði einnig í sama tilgangi en hann hafði öklabrotnað í einhverjum gleðskap sama dag og ég brotnaði. Mig var farið að klæja allsvakalega og hlakkaði mikið til að geta kórað mér á því svæði sem gifsið hafði hulið í 2 vikur. Löngunin jókst margfallt þegar hjúkkan tók að saga gifsið eftir endilöngu. Þegar hún svo klauf gifsið blasti við fóturinn fyrir neðan hné og kláðinn var orðinn óstjórnlegur. Ég bað hana um í Guðanna bænum að klóra mér ! Yndislegri tilfinningu er vart hægt að ná. Það þekkja þeir sem hafa verið í gifsi í langan tíma. Þegar að ég tilkynnti að G bletturinn minn væri nú fundinn; fylltist herbergið allt í einu af starfsfólki sem vildi líta þennann undarlega karlmann augum sem var með G blett fyrir neðan hné ! 


Umhverfisvæn leið ?

Ég fer reglulega í líkamsrækt eins og svo margir eru farnir að gera. Þar sem ég puðaði á þrekstiganum og horfði á skjáinn á tækinu sem sýndi að ég var að brenna 850 kcal á klst; fór ég að hugsa um alla þessa orku sem verið var að brenna í salnum. Þúsundir Íslendinga fara í líkamsrækt mörgum sinnum í viku og brenna gífurlegri orku á hinum ýmsu tækjum. Mörg af þessum tækjum eru drifin áfram af afli þess sem á þeim er að æfa sig s.s. þrekstiga,hjóli, róðrarvél osfrv. Þetta afl hefur fólk fengið úr mat sem framleiddur hefur verið á mis-vistvænan hátt.

Væri ekki frábært ef fólk gæti skilað hluta af þessari orku til baka á vistvænan hátt ? Ég veit ekki hversu flókið eða dýrt það væri að útbúa tækin þannig að þau gætu skilað raforkuframleiðslu en óumdeilanlega væri þetta vistvæn raforkuframleiðsla ! Nærtækast væri að nota orkuna í viðkomandi æfingamiðstöð til raforkulýsingar osfrv.

Ef þessi leið væri gerleg og við gerðum hana að veruleika færðumst við óumdeilanlega nær því að lifa í fyrirmyndaþjóðfélagi. 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband