Force major

Í tryggingaskilmálum er yfirleitt alltaf " smátt " letur þ.s. tryggingafyrirtæki firrir sig ábyrgð ef upp koma sérstakar óviðráðanlegar aðstæður  svo sem styrjöld, óeirðir, uppþot, verkfall, verkbann eða opinber höft. 

Nú lýsti Greenspan fyrrum bankastjóri Bandaríkjanna í dag, ástandinu á fjármálamarkaði sem " Tsunami ". Tsunami eða risa-flóðbylgja eru náttúruhamfarir en stutt er síðan fleiri hundruð þúsund manns fórust í des 2004.

Viðskiptaþvinganir Breta falla undir opinber höft.

Ofangreindir tryggingaskilmálar eru alþjóðlegir og því á að vera eðlilegt mál að við beitum þessum rökum í viðræðum við Breta; til viðbótar öðrum rökum sem áður hafa komið fram.

Við eigum vissulega að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar en nú hefur einn mesti fjármálaspekúlant nútímans lýst ástandinu sem náttúruhamförum og gefið okkur þannig ókeypis og óvænt rök fyrir því að hafna ábyrgð á skuldum bankanna.

Bretar hafa síðan bætt annarri ástæðu við sem eru opinber höft.

 


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

heyr heyr.

Fannar frá Rifi, 23.10.2008 kl. 21:05

2 identicon

"Tsunami = risaflóðbylgja - ágætt, svo langt sem það nær.Greenspan hinsvegar átt of marga lærisveina - í of mörgum löndum - of lengi !

 Á þessari kvöldstund er hinsvegar kjarni málanna, að lán til okkar Íslendinga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður EKKI háð skilyrði að niðurstöður liggi fyrir í viðræðum okkar við forstokkaða breska eðalkrata ! Slíkt algjört alfa & omega.!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér er skapi næst að gefa skít í Bretana. Meðferð þeirra á okkur kallar EKKI á jákvæð viðbrögð af okkar hálfu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.10.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ég er sammála.Bretar hafa verið okkar " vinaþjóð " þegar það hefur hentað þeim. Þeir beittu okkur viðskiptaþvingunum þegar fyrri heimstyrjöldin stóð yfir. Það olli veðfalli á öllum okkar útflutningsvörum þ.s. við þurftum þeirra samþykki fyrir öllum sölum. Þeir komu og hernumdu Ísland í maí 1940. Til að verja okkur ? Nei; rasskatið á sjálfum sér ( fyrirgefðu orðbragðið ) ! Svo komu blessuð þorskastríðin með yfirgangi Breta. Nú síðustu atburðir... 

Kristján Þór Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá þér Krissi minn! Reiðin sýður í manni,ekki var hún minni hjá almenningi í Englandi,þegar Goddi var búinn að matreiða þetta ofan í þjóð sína,sem nú er komið á daginn að var drullumall. Stjórnmálamenn eiga að fá á baukinn eftir svona framkomu.Bið fyrir kveðju til Sindra,gangi ykkur vel.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband