Vítahringur

Við eigum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar sem útaf fyrir sig er auðvitað rétt. Á sama tíma beita Bretar okkur einskonar viðskiptabanni. Það er ekki hægt að kalla það öðrum nöfnum. Engar greiðslur berast til útflutningsfyrirtækja okkar í gegnum Breska banka. Jafnvel bankar eins og Den Danske bank halda að sér höndum. Við Íslendingar erum úrræðagóðir og nú eru margir útflytjendur búnir eða eru að undirbúa stofnun bankareikninga í öðrum löndum til þess að geta tekið á móti greiðslum fyrir sína vöru. Ef þau gerðu það ekki,væri sjálfgefið að þau legðust útaf. Þau munu síðan millifæra af þessum reikningum fyrir kostnaði sem til fellur á Íslandi og greiða sín erlendu lán af erlendu bankareikningunum. Þetta leiðir svo til þess að minna streymir inn af erlendum gjaldeyri. Blessuð krónan okkar mun eiga enn meira undir högg að sækja og hættan er sú að hún veikist mun meira. Ef krónan veikist enn meira gætu aðstæður orðið illviðráðanlegar. Nógu slæmt er að glíma við eftirköst af falli bankanna þó við séum ekki einnig beitt viðskiptaþvingunum sem gera okkur enn erfiðara að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Við þessar aðstæður sem nú ríkja birta greiningadeildir bankanna spár sínar ! Að hluta til sömu menn og hafa birt sínar greiningar undanfarin ár. Þeir sem hafa endurheimt húmorinn eftir hamfarir síðustu vikna geta lesið greiningar bankanna undanfarin misseri. Ég veit að í stjórnkerfi okkar er fullt af mjög hæfu fólki sem vinnur dag og nótt við að koma hlutunum í réttan farveg. Ekki má gleyma skilanefndunum sem halda utanum gífurlega hagsmuni okkar. Að gera sem mest verðmæti úr eignum bankanna og koma þannig í veg fyrir að þessar alþjóðlegu skuldbindingar okkar verði ekki þjóðinni ofvaxnar.

 


mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Það var sannarlega vítahringur fyrir ríkið að gangast í raun í ábyrgð fyrir bankana. Henni verður að linna. Bretar, Hollendingar, Þjóðverjar og aðrir munu hvort eð er gera kröfur sem ekki verður hægt að mæta, þannig að við segjum nei strax.

Ég sem útflytjandi get ekki gert annað en að hvetja félaga mína til þess að hafa löglega reikninga í útlöndum og borga kostnað sinn þar, t.d. hráefniskaup og skuldir án þess að flækja þessu heim í Matadorinn með alls kyns platgengi, yfirtökum, frystingum og höftum. Amk. þar til öldurnar lægir. Annað er fullkomið óöryggi og tap.  Íslenska krónan er mun veikari heldur en hún er skráð. því að frá síðasta alvöru markaðsgengi hefur flest gerst til veikingar,sterkara Jen, fall bankanna, tilvera krónunnar horfið, ofureftirspurn eftir gjaldeyri osfrv.  Evran yrði líklega um 200 krónur ef markaður færi af stað. Þess vegna fer hann ekki af stað og svartamarkaður fer að myndast eins og í gamla daga.

Ívar Pálsson, 16.10.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband