Varhugavert að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum !

Ég tel að við setjum okkur í verulega hættu með því að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum. Hvað gerist ef lánið fer í vanskil og ekki er hægt að fá lán hjá " vinaþjóðum " eins og nú er raunin ? Mun Rússland sætta sig við það að Íslenska Ríkisstjórnin setji á neyðarlög eins og nú er gert; til þess að verja Íslenska þegna ? Alveg örugglega ekki ! Það mun vera mikið meira en næg ástæða til þess að Rússar " grípi til nauðsynlegra aðgerða " til að verja Rússneska hagsmuni. Svör NATO munu ekki vera önnur en þau að það sé rétt hjá Rússum að auðvitað eigi þeir rétt á að verja sína hagsmuni !
Við eigum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ráðamenn þjóðarinnar veðsetji okkur í Rússlandi.
Ég er tilbúinn að taka upp haka og skóflu til að taka þátt í að vinna okkur úr vandanum en ég elska land mitt allt of mikið til þess að samþykkja fyrirhugað lán frá Rússlandi !
mbl.is Þurfum að leita nýrra vina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvað ertu gamall mannstu ekki að storan hluta af síðustu öld voru russar einu sem að vildu skipta við okkur bara fint að skipta við þá aftur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.10.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ég er nógu gamall til að muna það að við Íslendingar sendum viðskiptasendinefndir til Rússlands og gerðum samninga þ.s. við fengum eldsneyti sem við borguðum fyrir með sjávarafurðum. Karfi og Ufsi með roði og beinum pakkað í smjörpappír !

Kristján Þór Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: H G

Rússagrýlu-uppvaknings-bullið lætur ekki að sér hæða!

H G, 7.10.2008 kl. 14:27

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi, ég verð eiginlega að segja að á sama tíma og við skömmumst út í frændur okkar á Norðurlöndum og fjandvini í Bretlandi fyrir það að hafa ekki komið okkur til hjálpar þá finnst mér dálítið öfugsnúið að slá á þær hendur sem vilja leggja okkur lið. Þú nefnir vöruskiptasamningana sem við gerðum við Sovétmenn hér forðum, ef ég man rétt þá fór einn maður, Gunnar Flóvens, til Moskvu og samdi um þessa samninga. Þeir þóttu ekki alslæmir á þeim tíma og í hnakkanum á mér birtast myndir af löngum biðröðum við bensínstöðvar áður en þeir samningar voru gerðir. Ég efast þó ekki um að einhverjir hafi verið snúnir vegna samkomulagsins við Bolsévikkana.

Persónulega lít ég á fyrirhugaða lánssamninga við Rússa á svipaðan hátt og ég lít á aðild Íslands að Evrópusambandinu, við verðum að tala við viðkomandi aðila og sjá hvað er í boði áður en við snúum í þá baki!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.10.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband