Varhugavert að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum !


Ég tel að við setjum okkur í verulega hættu með því að taka lán hjá Rússneska seðlabankanum. Hvað gerist ef lánið fer í vanskil og ekki er hægt að fá lán hjá " vinaþjóðum " eins og nú er raunin ? Mun Rússland sætta sig við það að Íslenska Ríkisstjórnin setji á neyðarlög eins og nú er gert; til þess að verja Íslenska þegna ? Alveg örugglega ekki ! Það mun vera mikið meira en næg ástæða til þess að Rússar " grípi til nauðsynlegra aðgerða " til að verja Rússneska hagsmuni. Svör NATO munu ekki vera önnur en þau að það sé rétt hjá Rússum að auðvitað eigi þeir rétt á að verja sína hagsmuni !
Við eigum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ráðamenn þjóðarinnar veðsetji okkur í Rússlandi.
Ég er tilbúinn að taka upp haka og skóflu til að taka þátt í að vinna okkur úr vandanum en ég elska land mitt allt of mikið til þess að samþykkja fyrirhugað lán frá Rússlandi !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband