7.10.2008 | 10:39
Hræðsla um eigin hag ?
Ég tel að Olíufélögin séu ekki að lækka verð á eldsneyti af góðmennsku einni saman. Þarna býr að baki hræðsla um að stjórnvöld gætu sett neyðarlög yfir olíufélögin einnig. Græðgi þeirra hefur verið takmarkalaus og álagning þeirra gæti komið í veg fyrir að tök náist á verðbólgunni. Því telja þau vissara að spila með; allavega svona til að byrja með.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tókst þú bensín í gærkvöldi??
Þorsteinn Þormóðsson, 7.10.2008 kl. 10:56
Gerði það nú ekki :-) Nú fer maður að spara fyrir Þjóðarbúið og gera eins og afi gamli. Drepa á bílnum í öllum brekkum og láta hann renna niður ! Þegar hann er farinn að hægja á sér setur maður í annann gír og lætur hann hrökkva í gang ! Sá gamli var með það á hreinu hve mikið sparaðist með þessu :-) !
Kristján Þór Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.