Gaza - er konan á lífi ?

Á Bandarískri fréttastöð var viðtal í fyrrakvöld við Ísraelska konu. Viðtalið var tekið fyrir framan hús hennar í bænum Ashqelon; rétt fyrir norðan Gaza. Í baksýn mátti sjá einbýlishús hennar. Farið var að skyggja; þannig að sjálfvirku úðararnir voru byrjaðir að vökva iðagrænt grasið. Garðurinn var alsettur fallegum blómstrandi blómum. Konan lýsti því hversu mikill hryllingur það væri að lifa í eilífum ótta við flugskeytaárásir Hamas. Bara fyrir nokkrum vikum síðan, særðist nágranni hennar illa, sem býr í nokkur hundruð metra fjarlægð frá henni. " Það er nauðsynlegt að ráðast inn á Gaza og gera út af við Hamas í eitt skipti fyrir öll " sagði hún. Bara í gær féll flugskeyti í þar næstu götu. " Það sprakk reyndar ekki en sínir við hvaða ógn við megum búa við.

Á fréttastöðinni Aljazeera var viðtal Palestínska konu. Hún hafði leitað skjóls í skólabyggingu Sameinuðu þjóðanna. Hún hafði fyrr um daginn misst 7 ára dreng sinn. Hún hafði bannað honum að leika á götunum. Hann hafði þess í stað klifrað upp á bygginu með vini sínum. Þar léku þeir sér með því að sparka bolta á milli sín. Ísraels herþota skaut á bygginguna og grófust báðir drengirnir undir henni. Þarna hafðist hún við ásamt 4 börnum sínum sem enn voru á lífi auk fjölda annarra mæðra sem leitað höfðu skjóls með börn sín í sama tilgangi. Þarna var vatn af skornum skammti og matarbirgðir að verða uppurnar. " Af hverju getum við ekki lifað eðlilegu lífi eins og allir í nágrannalöndum okkar " ? "Eina sem við erum að biðja um er að fá að lifa eðlilegu lífi og að við þurfum ekki að fá mat og vistir sem Ísraelskar eftirlitsstöðvar hleypa í gegn eftir eigin geðþótta " ! Í bakgrunni mátti sjá fjölda barna grátandi með skelfingarsvip greyptan í  andliti.

Í fréttum beggja ofangreindra fréttastöðva var frétt í gærkvöldi þ.s. sagt var frá sprengjuárásum Ísraelsmanna á skólabygginu Sameinuðu þjóðanna. Reyndar voru árásir á 3 slíkar byggingar. Í aðeins einni af þessum byggingum fórust 40 manns auk fjölda alvarlega slasaðra.

Örlög Palenstínsku konunnar og eftirlifandi 4 barna hennar veit ég ekki um. Hætt er við að enn stærri skörð hafi verið höggvin í hennar fjölskyldu.

Flestir eru sammála um að Ísraelsmenn munu ekki slá neitt af í ofríki sínu gagnvart Palenstínsku þjóðinni; öðruvísi en að Bandaríkjamenn neyði þá til þess.

Bandaríkjamenn munu varla beita hörku gagnvart Ísraelsmönnum á meðan að almenningur beitir ekki þrýstingi. Sá þrýstingur mun ekki aukast að neinu ráði á meðan Amerísku fréttastöðvar flytja fréttirnar út frá sjónarhorni aðalbandamanna Bandaríkjanna. Vonandi er þessi frétt um árásina á skóla Sameinuðu þjóðanna sem sagt var frá í Amerísku fréttasöðunum; merki um að einhverra breytinga sé að vænta í fréttaflutningi. Það er grunnforsenda til þess að vænta megi einhverra grundvallarbreytinga í afskiptum Bandaríkjanna í þessari langvinnu deilu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fín færsla Krissi (já og gleðilegt nýtt ár!)

Undir lok íslenska efnahagsundursins var ég stödd í Ísrael og átti þess kost að ræða beint við heimamenn um ástandið. Ég viðurkenni fúslega að mér líður eins og þér núna gagnvart Ísraelsmönnum en eftir að hafa spjallað svona beint við íbúa landsins þá hef ég lært að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Það á sannarlega við um deilu Ísraela og Palestínumanna.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.1.2009 kl. 17:56

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ég ferðaðist um Ísrael í Júlí 1997. Algerlega sammála að það gefur algerlega nýja sýn á svæðið í heild sinni. Margt sem kom á óvart; hlutir sem manni fannst einhvern vegin að maður hefði átt að vita. Um og yfir 20% íbúanna eru Palestínumenn sem eru samt ekki fullgildir ríkisborgarar. Þetta og margt annað kom mér á óvart. 

Kristján Þór Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband