Íslensk fyllibytta ? og örlög Ísraels og Palestínu

Var að ljúka við að lesa " Thorsararnir; Auður.Völd.Örlög. " eftir Guðmund Magnússon.

Þessi bók er afar athyglisverð; ekki síst núna í ljósi atburða síðustu vikna. Það sem mér fannst hinsvegar einna athyglisverðast var þáttur Thor Thors í mannkynssögunni.

Nokkrar tilvitnanir úr bókinni:

" Thor Thors varð árið 1947,samhliða sendiherrastarfinu í Washington,fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum ( bls 310 ).  Á bls 316 segir síðan: " Thor Thors var vínhneigður og átti það til að sitja að drykkju nokkra daga í senn. Þetta kom niður á störfum hans í sendiráðinu og hjá Sameinuðu þjóðunum "

" Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn voru á þessum tíma ekki allir vel að sér um þau efni sem hæst bar í samskiptum ríkja. Tungumálakunnátta þeirra var einnig takmörkuð. Alþingi og ríkisstjórn reiddu sig mjög á þekkingu, sambönd og ráðleggingar Thors. Þetta leiddi til þess að hann varð æ sjálfstæðari í málflutningi og tillögugerð og hirti jafnvel ekki um að bera stefnuyfirlýsingar sem hann gaf í nafni Íslands á allherjarþinginu undir ríkisstjórnina. Dæmi er um að hann hafi skellt skollaeyrum við fyrirmælum frá Alþingi þar sem hann taldi þau óheppileg " ( bls 312 ).

" Málefni Palestínu voru eitt helsta úrlausnarefni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Thor Thors var kjörin í nefnd þá sem gera átti tillögu í málinu og var hann valinn framsögumaður hennar. Helsti áheyrnarfultrúi gyðinga á þinginu, Abba Eban, síðar utanríkisráðherra Ísraels, segir frá því í ævisögu sinni að ræða Thors og rökstuðningur fyrir málinu hafi ráðið úrslitum um það að þingið samþykkti hinn 29.nóvember þetta ár að skipta Pelestínu í tvö ríki......sú ákvörðun lagði grunninn að stofnun Ísraelsríkis. Abba Eban segist hafa heimsótt Thor á hótelherbergi hans áður en fundurinn var haldinn til að árétta við hann hve ræðan væri mikilvæg fyrir örlög gyðinga. " Sérhver mistök í ræðu yðar gætu orðið til að útskúfa gyðingum,kannski um alla framtíð og binda endi á hjartfólgnustu vonir þeirra og drauma " segist hann hafa sagt. Eban segir að Thor hafi orðið undrandi og snortinn af málflutningi sínum. Hann hafi sagt aftur og aftur: Hvernig í ósköpunum gat það gerst að litla eyjan okkar ætti eftir að hafa slík úrslitaáhrif á sögu svo mikillar þjóðar ? ""

 

Ég sé fyrir mér fyrsta sendiherra Íslands í Washington. Einráðan; sem tók sínar ákvarðanir án þess að ræða málin við ríkisstjórnina. Þegar kom að einni afdrifaríkustu ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á tuttugustu öld þ.s. kosið er um hvort skipta eigi Palestínu í tvö ríki; leikur hann aðalhlutverkið. Abba Eban, síðar utanríkisráðherra Ísraels heimsækir Thor á hótelið. Leyniþjónustumenn gyðinga hafa verið búnir að upplýsa Abba Eban um veikleika Thors. Því bíður hann honum flottasta vín hússins og heldur yfir honum hjartnæma ræðu um raunir gyðinga í gegnum aldirnar. Thor kokgleypir, enda orðin vel reifaður af víninu fína. Flytur síðan skýrslu sína fyrir allsherjarþinginu þ.s. hann eindregið mælir með að Palestínu verði skipt í tvö ríki. Framhaldið þekkja flestir en eflaust hefði Thor hugsað sig um ef hann hefði haft einhvern grun um hve afdrifarík ákvörðunin var. Einnig má velta fyrir sér hvað hefði orðið ef Palestína hefði sent fulltrúa sinn á hans fund en ekki gyðingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Félagi, hvar varst þú á árgangamótinu í dag?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.11.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Langaði að kíkja en komst því miður ekki. Frétti að þetta hefði vera rosa gaman :-)

Kristján Þór Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband