20.2.2009 | 21:19
Árni og dúkurinn
Það á ekki af Árna að ganga !
Hann gleymir að skrifa á sig nokkra fermetra af dúk og er dæmdur í fangelsi sem hann varð að sitja af sér.
Menn hafa gengið um og fengið hundruð miljarða að láni; já og allt upp í 1.100 miljarða. Þjóðin er að stórum hluta í ábyrgð. Enginn þessara manna hefur verið ákærður og þaðan af síður dæmdur til betrunarvistar. Engum hefur verið byrlað eitur svo vitað sé. Mig rekur þó minni til að kastað hafi verið snjóbolta að einum þeirra er hann var á gangi í Austurstræti.
Réttlætið hefur á sér margar birtingamyndir !
![]() |
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Krissi minn gamanið fer að kárna,
ef menn ætla að kála Árna.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2009 kl. 03:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.