2.2.2009 | 21:24
Ekki byrjar það vel !
Ný Ríkisstjórn er nokkurra klst gömul þegar upp kemur sundurlyndi !
Össur Skarphéðinsson segir í fréttatíma að Helguvík og Bakki séu "gömul" áform og falli því ekki undir skilgreininguna " ný álver ".
Svo kemur nýskipaður umhverfismálaráðherra og segir að álver á Bakka sé ekki inn í myndinni !
Töluðu flokkarnir ekki sín á milli þá daga sem stjórnarmyndunarviðræður voru í gangi ?
Flokkast virkjanir og álver ekki undir eitt af stóru málunum hjá VG ?
Ef svona heldur áfram þarf örugglega ekki að bíða í 83 daga eftir því að þjóðin missi trúna á þetta samstarf. Kannski eins gott að það séu bara 83 dagar. Þjóðin hefur ekki alltaf búið við slíkan luxus að geta fellt Ríkisstjórn á innann við 3 mánuðum !
Álver í Helguvík en ekki á Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alsæll með þessa yfirlýsingu Kollu - bara meira af þessu frá VG og Samfylkingu
Síðan legg ég til að VG skoði ummæli Hjörleifs Guttormssonar alvarlega varðandi friðun Dreka svæðisins
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.2.2009 kl. 22:30
Ég efa það ekki að margir eru alsælir með þessa yfirlýsingu hennar.
Þeir sem vildu skapa traust á stjórnvöldum og vildu fá fyrri ríkisstjórn frá; hljóta hinsvegar að verða fyrir vonbrigðum. Fáttt skapar meira vantraust en misvísandi skilaboð eins og Össur og Kolbrún hafa gefið.
Til að skapa traust verður þessi ríkisstjórn að tala sama tungumál
Kristján Þór Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.