12.1.2009 | 08:41
Grafalvarlegt ef satt reynist !
Sauðsvartur almúginn hefur auðvitað ekkert fengið að vita ! Komið inn af götunni og fengið þau ráð hjá sínum ráðgjafa; studd af línuritum og vaxtatöflum; að hagstæðast væri að taka myntkörfulán. Kæmi mér ekkert á óvart að almennir ráðgjafar bankanna hafi ekkert vitað heldur.
Það er einnig háalvarlegt að þessi stöðutaka vann gegn undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar; sjávarútveginum sem var að vinna með krónunni sem hann hefur ætið gert.´Útflutningur sjávarafurða skapar gjaldeyri og styrkir þannig krónuna.
Þegar rannsókn á falli bankanna er lokið kæmi ekki á óvart að þessar stöðutökur bankanna hafi átt ríkan þátt í falli þeirra. Græðgin hefur sem sagt étið þá innann frá þar til komið var opið svöðusár sem ekki gréri og ekki var hægt að eiga við á nokkurn hátt.
Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var boðaður á fund í Glitni í Jan. 2008, þar var nauðað í mér að skipta lánum mínum í myntkörfulán.
Ég hváði við og sagði: Er ekki allt að fara fjandans til... starfsmaðurinn sagði: sei sei nei, smá problem en allt verður í góðu fyrr en varir og þú getur eignast íbúð´þína miklu fyrr.
Ég sagði að ég teldi að allt væri á niðurleið og hafnaði þessu... .gaurinn lét sig ekki, volaði og vældi í mér, en ég gaf mig ekki.. á leiðinní út kallaði hann á eftir mér:: En að breyta 50% af lánum?
Yea rite... ég labbaði út
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:14
Það eru því miður til allt of mikið af svona staðreyndum. Ég tel nánast alveg víst að almennur ráðgjafi í bankanum hafi ekkert vitað hvað var í raun að gerast.
Hversu sársaukamikið það myndi reynast; verður að finna leið til að eiðrétta þetta !
Kristján Þór Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 09:23
Er þetta ekki líka spurning um spá aðeins í hlutunum og hugsa sjálfstætt, eins og Doctor E gerði? Með ólíkindum að fólk hafi verið að taka erlend lán í nóvember/desember í fyrra, þegar t.d. Pétur Blöndal var að segja að hún væri alltof sterk (GVT var í 110 eða svo) og fjölmiðlar skrifuðu líka um það. Kannski ekki of mikið?
Fólk hefur bara þurf að fara inn á www.sedlabankinn.is og skoða gengisþróun viðkomandi gjaldmiðils svona 5 til 6 ár aftur í tímann. Smá skrifborðsrannsóknarvinna getur hjálpað mikið við ákvörðunartöku.
Myntkörfulán er bara fyrir fólk sem getur tekist á við miklar sveiflur í efnahagi.
Guðmundur Björn, 12.1.2009 kl. 14:46
Það er auðvitað hárrétt athugasemd hjá þér Guðmundur.
Málið er að almenningur hefur hingað til treyst sínum banka og sínum þjónustufulltrúa og þ.a.l. ekki lagt í sjálfstæða athugun. Mismunurinn á að taka lán í erlendri mynt svo og Íslenskum krónum var svo mikill. Bent var á að ef um langtímalán væri að ræða þá mætti gengið falla um 20-30 % ; samt væri hagstæðara að taka lán í erlendri mynt.
Allt annað gilti um lán til styttri tíma.
Kristján Þór Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.