8.12.2008 | 17:14
Davíð mun sitja áfram
Davíð heldur báðum stjórnarflokkunum í gíslingu. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei flæma hann úr stól Seðlabankastjóra; minnugir þess hvaða afleiðingar það hafði er þeir flæmdu Albert heitinn Guðmundsson burt á sínum tíma. Niðurstaðan á þeim tíma var að svokallaður " hulduher " fór af stað og náði miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Mest á kostnað Sjálfstæðisflokksins en töluverðu frá öðrum flokkum líka. Munurinn núna yrði sá að Davíð hefur ekki " bara " til síns málflutnings að hann hafi verið flæmdur úr Seðlabankanum og þar með sjálfkrafa Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur varað við falli bankanna svo lengi og gagnrýnt opinberlega " spákaupmennina " og óreiðumennina. Það væri auðvelt fyrir hann að færa rök fyrir því að Seðlabankinn hefði ekki getað tekið sterkar til orða en hann gerði í sinni skýrslu í Maí. Ef Seðlabankinn hefði sagt hreint út hvernig staðan var; hefði það getað leitt til falls bankanna ! Eftir á séð hefði það auðvitað verið bezt !Hann myndi skýra fyrir þjóðinni hvað hefði orðið ef Seðlabankinn hefði byggt upp fimm til sexfaldan gjaldeyrisvarasjóð og lánað útrásarvíkingunum með veði í " ástarbréfum " í formi " Stím,Stoðir, FL bréfum osfrv. Staða þjóðarbúsins væri hrikaleg og það er erfitt fyrir nokkurn mann að andmæli þeirri staðhæfingu. Samfylkingin gerir ekkert annað en gagnrýna Davíð á opinberan hátt en þorir ekki að taka skrefið til fulls. Vonast til að Sjálfstæðisflokkurinn sjái um það. Sagan sínir að sá flokkur sem brýtur upp stjórnarsamstarf á, á brattan að sækja í kosningum sem á eftir fylgja. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni að núverandi stjórnarflokkar eigi að axla ábyrgð og koma okkur út úr mestu vandræðunum. Því er hætt við að stjórnarslit gætu komið hressilega í bakið á Samfylkingunni. Andstæðingar Samfylkingarinnar fengju með því óvænt upp í hendurnar beitt vopn gegn flokknum. Davíð hefur fullyrt að hann hafi átt fund með formönnum flokkanna og að hann hafi sagt að það væru 0% líkur á að bankarnir stæðu af sér storminn. Þetta á hann að hafa sagt í Júní. Ingibjörg Sólrún hefur sagt að enginn fundur hafi verið þá en hinsvegar fundur í Júlí. Ég er sannfærður um að Davíð hrasar ekki á svona atriðum og hann sé með nákvæma tímasetningu og hljóðupptöku ef um símtal hefur verið að ræða. Þetta kæmi upp á yfirborðið ef hann er hrakinn úr Seðlabankanum. Ef satt er hjá honum yrði það í meira lagi óþægilegt fyrir Ingibjörgu sem og Geir auðvitað. Mín skoðun er því sú að Davíð mun sitja áfram.
Athugasemdir
Davíð er sterkur, það hringsnýst allt í hausnum á mér eftir að hafa hlustað á alla hagfræðinga landsins,sem ber ekki saman,er nema von. Eki leysi ég vandann,en langar að sjá erkióvini þessa lands fallast í faðma,er til of mikils mælst. Þjóðarstoltið heimtar að heimurinn sjái varnarsigur okkar (hugtak úr íþroóttunum)
Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.