4.12.2008 | 12:52
Silfur Davíðs
Sagan endurtekur sig í sífellu og kom mér í hug eftirfarandi tilvitnun í Egils sögu:
Það var um sumarið er menn bjuggust til þings þá beiddi Egill Grím að ríða til þings með honum. Grímur tók því seinlega. Og er þau Grímur og Þórdís töluðust við þá sagði Grímur henni hvers Egill hafði beitt " vil eg að þú forvitnist hvað undir mun búa bæn þessi ". Þórdís gekk til máls við Egil frænda sinn. Var þá mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti hann þá spurði hún: " Er það satt frændi er þú til þings vilt til ríða ? " Vildi eg að þú segðir mer hvað væri í ráðagerð þinni ". " Eg skal segja þer ", kvað hann " hvað eg hefi hugsað " Eg ætla að hafa til þings með mér kistur tvær er Aðalsteinn konungur gaf mér er hvorttveggi er full af ensku silfri. Ætla eg að láta bera kisturnar til Lögbergs þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla ég að sá silfrinu og þykir mér undarlegt ef allir skipta vel sín í milli. Ætla eg að þar mundi vera þá hrundningar eða pústrar eða bærist að um síðir að allur þingheimurinn berðist ". Þórdís segir " Þetta þykir mér þjóðráð og mun uppi meðan landið er byggt "
Það er nokkuð ljóst að Þórdís á sér skoðunarbræður í nútímanum.
Fari Davíð fram má allt eins búast við miklu fylgi með ófyrirsjáanlegu fylgistapi annarra flokka. Því er erfitt að sjá að stjórnarflokkarnir þori að hreyfa við honum
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heldur þú það? Ég er ekki viss um að fylgistap annarra flokka verði MIKIÐ. Kannski nokkuð hjá íhaldsflokknum en ég hef ekki trú á því að aðrir fylgi skáldinu!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.12.2008 kl. 23:39
Davíð heldur báðum stjórnarflokkunum í gíslingu. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei flæma hann úr stól Seðlabankastjóra; minnugir þess hvaða afleiðingar það hafði er þeir flæmdu Albert heitinn Guðmundsson burt á sínum tíma. Niðurstaðan á þeim tíma var að svokallaður " hulduher " fór af stað og náði miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Mest á kostnað Sjálfstæðisflokksins en töluverðu frá öðrum flokkum líka. Munurinn núna yrði sá að Davíð hefur ekki " bara " til síns málflutnings að hann hafi verið flæmdur úr Seðlabankanum og þar með sjálfkrafa Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur varað við falli bankanna svo lengi og gagnrýnt opinberlega " spákaupmennina " og óreiðumennina. Það væri auðvelt fyrir hann að færa rök fyrir því að Seðlabankinn hefði ekki getað tekið sterkar til orða en hann gerði í sinni skýrslu í Maí. Ef Seðlabankinn hefði sagt hreint út hvernig staðan var; hefði það getað leitt til falls bankanna ! Eftir á séð hefði það auðvitað verið bezt !Hann myndi skýra fyrir þjóðinni hvað hefði orðið ef Seðlabankinn hefði byggt upp fimm til sexfaldan gjaldeyrisvarasjóð og lánað útrásarvíkingunum með veði í " ástarbréfum " í formi " Stím,Stoðir, FL bréfum osfrv. Staða þjóðarbúsins væri hrikaleg og það er erfitt fyrir nokkurn mann að andmæli þeirri staðhæfingu. Samfylkingin gerir ekkert annað en gagnrýna Davíð á opinberan hátt en þorir ekki að taka skrefið til fulls. Vonast til að Sjálfstæðisflokkurinn sjái um það. Sagan sínir að sá flokkur sem brýtur upp stjórnarsamstarf á, á brattan að sækja í kosningum sem á eftir fylgja. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni að núverandi stjórnarflokkar eigi að axla ábyrgð og koma okkur út úr mestu vandræðunum. Því er hætt við að stjórnarslit gætu komið hressilega í bakið á Samfylkingunni. Andstæðingar Samfylkingarinnar fengju með því óvænt upp í hendurnar beitt vopn gegn flokknum. Davíð hefur fullyrt að hann hafi átt fund með formönnum flokkanna og að hann hafi sagt að það væru 0% líkur á að bankarnir stæðu af sér storminn. Þetta á hann að hafa sagt í Júní. Ingibjörg Sólrún hefur sagt að enginn fundur hafi verið þá en hinsvegar fundur í Júlí. Ég er sannfærður um að Davíð hrasar ekki á svona atriðum og hann sé með nákvæma tímasetningu og hljóðupptöku ef um símtal hefur verið að ræða. Þetta kæmi upp á yfirborðið ef hann er hrakinn úr Seðlabankanum. Ef satt er hjá honum yrði það í meira lagi óþægilegt fyrir Ingibjörgu sem og Geir auðvitað. Mín skoðun er því sú að Davíð mun sitja áfram.
Kristján Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.