3.10.2008 | 21:09
Óheftur innflutningur frá EU ?
Gaman væri að vita hvar þeir eru; sem hafa viljað að tollar á innflutt matvæli frá EU til Íslands væru afnumdir. Það hefur allavega ekki heyrst mikið í þeim undanfarna daga.
Bónus með Jóhannes í broddi fylkinga hefur í gegnum árin barist hart fyrir því að tollar verði stórlækkaðir eða afnumdir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Allt auðvitað gert með neytendur í huga !
Ef þetta hefði náð fram að ganga væri sjálfsagt búið að ganga að bændastéttinni dauðri.
Við hefðum þurft að fara í fjölskyldugarðinn í Laugardal til að finna Íslenska kú og sauðkind.
Grænmetisbændur hefðu vafalaust þurrkast út. Þeir einir eftir sem hafa þetta sem tómstundargaman.
Það er kaldhæðni örlagana að glannaskapur Glitnis skuli hafa komið þeirri atburðarás af stað sem hefur leitt til enn meiri skorts á erlendum gjaldeyri. Nægur var hann fyrir.
Stærstu hluthafar Glitnis eru jú Bónus fjölskyldan.
Nú kemur framkvæmdastjóri Bónus fram fyrir alþjóð og segist ekki hafa nægan aðgang að erlendum gjaldeyri vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Hvað vill maðurinn ? Að við veðsetjum okkur enn frekar ?
Ég held að það bezta sem Bónus gæti gert við þær aðstæður sem við búum við þessi misserin; væri að nota einmitt krónurnar og styðja Íslenska framleiðslu. Snúa við blaðinu eftir margra ára fjandskap við Íslenskan Landbúnað og eyða öllum krónunum sem þeir eiga nóg af og kaupa bara Íslenskt sé það yfirleitt framleitt hér.
Það væri skref í rétta átt til að koma okkur úr þeim vandræðum sem við erum í.
Ótti gripur um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2008 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.