23.2.2008 | 23:57
G blettinn minn fann ég í Júlí 2001
Ég öklabrotnaði illa þegar ég var að ganga inn á Valsvöllinn í júlí 2001 þ.s. mínir menn; Blikar voru að fara að spila við Val. Ég var skorinn upp og negldur saman. Var settur í gifs upp að hné. Eftir hálfan mánuð fór ég til að láta skipta um gifs og fá göngugifsi. Á sama tíma var Jörundur alsherjargoði einnig í sama tilgangi en hann hafði öklabrotnað í einhverjum gleðskap sama dag og ég brotnaði. Mig var farið að klæja allsvakalega og hlakkaði mikið til að geta kórað mér á því svæði sem gifsið hafði hulið í 2 vikur. Löngunin jókst margfallt þegar hjúkkan tók að saga gifsið eftir endilöngu. Þegar hún svo klauf gifsið blasti við fóturinn fyrir neðan hné og kláðinn var orðinn óstjórnlegur. Ég bað hana um í Guðanna bænum að klóra mér ! Yndislegri tilfinningu er vart hægt að ná. Það þekkja þeir sem hafa verið í gifsi í langan tíma. Þegar að ég tilkynnti að G bletturinn minn væri nú fundinn; fylltist herbergið allt í einu af starfsfólki sem vildi líta þennann undarlega karlmann augum sem var með G blett fyrir neðan hné !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.