Umhverfisvæn leið ?

Ég fer reglulega í líkamsrækt eins og svo margir eru farnir að gera. Þar sem ég puðaði á þrekstiganum og horfði á skjáinn á tækinu sem sýndi að ég var að brenna 850 kcal á klst; fór ég að hugsa um alla þessa orku sem verið var að brenna í salnum. Þúsundir Íslendinga fara í líkamsrækt mörgum sinnum í viku og brenna gífurlegri orku á hinum ýmsu tækjum. Mörg af þessum tækjum eru drifin áfram af afli þess sem á þeim er að æfa sig s.s. þrekstiga,hjóli, róðrarvél osfrv. Þetta afl hefur fólk fengið úr mat sem framleiddur hefur verið á mis-vistvænan hátt.

Væri ekki frábært ef fólk gæti skilað hluta af þessari orku til baka á vistvænan hátt ? Ég veit ekki hversu flókið eða dýrt það væri að útbúa tækin þannig að þau gætu skilað raforkuframleiðslu en óumdeilanlega væri þetta vistvæn raforkuframleiðsla ! Nærtækast væri að nota orkuna í viðkomandi æfingamiðstöð til raforkulýsingar osfrv.

Ef þessi leið væri gerleg og við gerðum hana að veruleika færðumst við óumdeilanlega nær því að lifa í fyrirmyndaþjóðfélagi. 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          YRÐU ÞETTA EKKI NÚTÍMA GLADIATORAR? kRISSI MINN,STJÓRNAÐ MEÐ "SVIPUM"ÞÁ MEINA ÉG ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐGANG NEMA ÞÚ SKILIR xxxxxxx  KEM Á MORGUN AÐ ÓSKA GÚDDÍ TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, BESTU KVEÐJUR

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband