Íþróttamaður ársins 2007 ?

Þeir sem stjórna vali á íþróttamanni ársins 2007; munu vonandi taka Birgi Leif sterklega inn í myndina þegar kemur að valinu á Íþróttamanni ársins 2007. Hann hefur sýnt okkar að ótrúlega miklu er hægt að afreka með einbeittum og sterkum vilja. Hugprýði hans er öðrum íþróttamönnum okkar til hvattningar.

Þeir sem fylgjast eitthvað með golfi gera sér grein fyrir hversu smátt nálaraugað er sem Birgi Leif tókst að komast í gegnum í gær; í annað sinn á rétt rúmu ári. Að fá að fylgjast með því svona í beinni eins og kylfingur.is bauð upp; á er frábært. Að sjá svo með eigin augum vippið fyrir fugli á 16.  eftir að hafa lesið lýsingu þeirra Suðurnesjamanna var frábært.

Nú hefur Birgir Leifur sett upp öðruvísi áætlun en í fyrra þ.s. hann hvíldi nokkur lengi eftir að hann vann sér inn keppnisréttin á Evrópumótaröðinni. Nú fer hann mun fyrr í sitt fyrsta mót. Á þetta fyrsta mót mætir hann með sigur á 2.stigi úrtökumótsins og síðan þennann frábæra árangur á lokamótinu. Mitt álit er að hann hafi aldrei verið tilbúnari til frekari afreka en akkúrat núna og vonandi gengur það eftir.

 

 


mbl.is Birgir byrjar keppnistímabilið í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband