22.10.2007 | 15:05
Ekki rétt að Birgir Leifur þurfi að sigra til að halda keppnisréttinum á Evrópumótaröðinni
Það er ánægjulegt að Birgir Leifur skuli hafa komist inn á síðasta mótið. Hann vantar 134.626 í verðlaunafé til þess að ná 115.sæti listans. Á Mallorca Classic eru 333.330 fyrir 1.sæti og 222.220 fyrir annað sætið. Því er ljóst að Birgi Leif dygði 2.sætið og má deila 2.sætinu með 2 öðrum til þess að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni.
Þó svo að líkurnar séu ekki miklar á að þetta takist er aldrei að vita. Í öllu falli er þetta góð reynsla og leikæfing þ.s. nú fer að styttast í 2.stig úrtökumótsins sem Birgir Leifur þarf væntanlega að fara í gegnum.
Birgir fékk óvænt keppnisrétt á Mallorca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líkindi og reikningur
Að vinna í Lottói, ólíklegt
Að fá fuglaskít á nebbann í hjólreiðatúr, ólíklegt
Að taka eftir villu í reikningi Krissa, ólíklegt
En ekkert af þessu er ómögulegt. Hið síðast nefnda virðist hafa litið dagsins ljós:
Hann getur ekki deilt 2.sæti með tveimur öðrum því:
222.220 / 3 = 74.073 < 134.626
Annars held ég að það hljóti að vera einhverjar skýringar, eða eitthvað í golf-reglunum sem ég þekki ekki, sem hrekja þetta. Sjáum til.
p.s. Áttu ekki mynd af Önnu Lísu?
Júlli bróðir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:35
Verðlaun fyrir 3.sætið eru € 125.200; 4.sætið € 100.000 og 5.sætið € 84.800.
Ef Birgir Leifur deilir 2.sæti með tveimur öðrum þá reiknast svo:
( € 222.220+ € 125.200+ € 100.000 )/3 sem deila 2.sæti = € 149.140,- sem er nægjanlegt
Ef hann deildi 2.sæti með 3 öðrum þá :
( € 222.220 + € 125.200 + € 100.000 + € 84.800 ) /4 = € 133.055,- sem er ekki nægjanlegt
Vona að þetta skýri málið
Kristján Þór Gunnarsson, 25.10.2007 kl. 09:44
Já, það hlaut að vera skýring, og Krissi heldur því áfram prófessorstitlinum í stærðfræði
Mér til málsbóta þá reiknaði ég þetta út frá þeim uppl sem fram komu textanum efst.
"...og € 222.220 fyrir annað sætið. Því er ljóst að Birgi Leif dygði..."
Júlli bróðir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:28
Já, það hlaut að vera skýring, og Krissi heldur því áfram prófessorstitlinum í stærðfræði
Mér til málsbóta þá reiknaði ég þetta út frá þeim uppl sem fram komu í textanum efst.
"...og € 222.220 fyrir annað sætið. Því er ljóst að Birgi Leif dygði..."
Í lokin kemur hér reikningsdæmi/gáta:
Hvaða hljómsveitarnafn kemur út ef þú reiknar U2 + UB40 + B52 ?
BUBU94
Júlli bróðir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.