Ummæli Geirs Haarde illskiljanleg

Vöruskipti við útlönd í des sl voru jákvæð upp á heila 24 miljarða, sem er met. Geir Haarde finnst að ÍKR hefði átti að styrkjast meira miðað við þetta.

Þetta finnst mér einkennileg ummæli og hreinlega skil ekki. Vara sem við flytjum út í des er að lang stærstum hluta lánuð í a.m.k. 30 daga. Í mörgum tilfellum 30 daga eftir að varan hefur verið afhent kaupanda. Því skilar gjaldeyririnn sem útflutningur í des skapaði, sér ekki til Islands fyrr en í janúar og stór hluti ekki fyrr en í febrúar.

Öll fyrirtæki á landinu sem flytja inn vöru, þurfa væntanlega að staðgreiða hana þ.s. enginn erlendur birgi er tilbúinn að lána Íslensku fyrirtæki. Fyrir bankahrun höfðu þessi fyrirtæki; nánast öll; 30 og upp í 90 daga greiðslufrest. Því mun erlendur gjaldeyrir sem, þjóðin skapar, streyma meira út fyrir vikið þar til jafnvægi hefur komist á.

Lögin sem Geir og hans ríkisstjórn hefur sett um gjaldeyrisviðskipti koma algerlega í veg fyrir að svona jákvæðar fréttir um vöruskiptajöfnuð skili sér samdægurs út í gengisvísitöluna. Í ljósi þessa er ekki hægt að segja annað en þau séu merki um fákunnáttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband